Um Sigmenn
Sigmenn er fjölskyldurekið verktakafyrirtæki sem stofnað var árið 2012 og sérhæfir sig í að leysa margvísleg verkefni úr siglínum.
Með notkun siglína má lágmarka kostnað, tíma og óþægindi sem annars hlytust af verkinu með uppsetningu á vinnupöllum, vinnulyftum eða krönum. Stundum er þjónusta Sigmanna eina mögulega leiðin til að leysa verk sökum þrengsla við aðgengi, hæðar eða kostnaðar við aðrar lausnir.
Við höfum á okkar snærum þjálfaða sigmenn sem einnig eru reyndir iðnaðarmenn. Það gerir okkur kleift sinna ólíkum verkefnum á faglegan máta.
Við bjóðum upp á ráðgjöf um aðgengislausnir sem nýtist byggingaverktökum, verkfræðistofum, arkitektum, opinberum stofnunum og fleirum. Snjallt er að kalla Sigmenn til ráðgjafar strax á hönnunarstigi mannvirkja til að skipuleggja viðhald og eftirlit úr siglínum. Ef hugað er að þessum þætti snemma í ferlinu getur það sparað tíma og fjármuni til lengri tíma. Oft þarf ekki nema lágmarks fjárfestingu á byggingarstigi til að geta sinnt almennu viðhaldi á einfaldari hátt í framtíðinni.